FYRSTU SKREFIN
Það getur verið óljóst og nokkuð erfitt að meta hvort að umhverfið eða bygging sé að hafa áhrif á heilsu. Það eru svo margir áhrifaþættir sem koma til greina.
Þar sem það er ekki til neitt próf sem segir okkur af eða á með óyggjandi hætti þarf stundum að nota útilokunaraðferðina, eða jafnvel að byrja að hlusta á skilaboð líkamans. Hvar koma einkenni helst fram eða við hvaða aðstæður?
Ef við teljum að umhverfi, heimili eða vinnustaður sé að hafa áhrif á heilsu okkar þá er hægt að stíga þessi skref til að byrja með:
1. Hvernig er líðan á heimili, vinnustað eða í fríum.
Er einhver munur þarna á milli og er hægt að sjá eitthvað mynstur ? Er líðan og einkenni verst á morgnanna? Koma þau seinna um daginn, þegar þú ert mættur til vinnu, eða koma þau þegar þú kemur heim á kvöldin? Eru einkenni verri á föstudegi þegar vinnuviku er lokið eða eru þau verst á sunnudagskvöldi eftir mikla inniveru heima fyrir um helgina? Eru einkennin hverfandi þegar þú ert fjarri heimili eða vinnustað og koma síðan harkalega til baka nokkrum klukkustundum eða dögum eftir að heim er komið úr ferðalagi?
Með því að fylgjast með þessu er oft hægt að útiloka einhverja staði eða staðfesta að einkenni tengist ákveðnu rými eða húsnæði.
2. Ef það er einhver bygging eða svæði sem hægt er að tengja við einkenni er hægt að fara að finna út úr því hvað það er sem gæti verið orsökin.
a) Eru rakaskemmdir í húsnæðinu? Hefur verið leki eða vatnstjón ?
b) Er óþægileg lykt í rými eða húsnæði ?
c) Eru nýlegar framkvæmdir yfirstaðnar á þessu svæði ?
d) Hefur nýlega verið skipt um húsgögn, innréttingar, málað eða skipt um gólfefni? Er nýlega búið að skipta um dýnu, rúmföt eða sængur?
e) Er gæludýr á heimilinu ?
d) Eru plöntur eða blóm á heimilinu?
e) Eru notuð sterk þvottaefni eða hreinsiefni á svæðinu?
f) Eru notuð ilmkerti eða aðrir ilmgjafar?
g) Hvernig er möguleiki til loftskipta, fá ferskt loft inn?
h) Er mikið af raftækjum í rýminu?
i) Eru margir í rýminu hverju sinni ?
3. Finnur þú til eftirfarandi einkenna:
Einkenna sem tengjast öndunarfærum eða meltingu.
Finnur þú til flensulíkra einkenna?
Ertu allt í einu með ofnæmi eða óþol fyrir einhverju í umhverfinu eða fæðu sem ekki hefur verið áður?
Ertu óvenjulega þreyttur þannig að full hleðsla fyrir daginn næst ekki? Ertu orkulaus eða viljalaus til verkefna ?
Ertu oft með hausverk, liðverki eða mígreni án skýringa?
Ertu með útbrot, roða á húð eða exem?
Ertu með skyndilegt hárlos, þurrk í húð eða slæmar neglur?
Færðu endurteknar sýkingar eða ert óvenju lengi að ná þér eftir venjulega flensu?
Finnur þú aukinn hjartslátt eða truflanir?
Er minnið að bregðast þér, orðaforði ekki alltaf til staðar eða sjóntruflanir gera vart við sig?
4. Ef þú svarar einhverja játandi hér að ofan í lið 2 og getur tengt einhver einkenni við húsnæði sem koma fram í lið 3 er lagt til að skoða nánasta umhverfi betur. Hefur þú tækifæri til þess að skipta um rými eða svefnstað?
Einkenni sem geta tengst rakaskemmdum
FULLORÐNIR
Einkenni koma ekki endilega öll fram, heldur er það einstaklingsbundið. Skýring á einkennum liggur venjulega ekki fyrir.
Þessi einkenni sem eru talin upp hefur ekki endilega verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að tengist öll rakaskemmdum en þessi listi byggir bæði á reynslu og rannsóknum.
Ef rakaskemmdir í húsnæði geta verið að valda þessum einkennum koma venjulega fram amk 20-30 þessara einkenna sem tengjast þá viðveru í ákveðnu húsnæði.
-Flensulík einkenni, beinverkir, þreyta, þyngsli yfir höfði
-Síþreyta, orkuleysi eða þrekleysi, vilji til verka dvínar
-Höfuðverkur, stundum eins og mígreni.
-Ennisholubólgur og/eða síendurteknar sýkingar.
-Hósti eða sviði í lungum, hrotur, mæði.
-Tíð þvaglát
-Meltingartruflanir, ógleði, tíður niðurgangur eða harðar hægðir.
-Sjóntruflanir, svimi, fjörfiskur eða gl
-Minnistruflanir
-Snertiskyn og hita/kuldanæmi breytist
-Doði og dofi í útlimum
-Ljósnæmni, rafmagnsviðkvæmni
-Jafnvægistruflanir,
-Kvíði, þunglyndi, svefnvandamál, skapbrestir.
-Áreiti í slímhúð, augu,öndunarfæri og melting.
-Þroti, bjúgur
-Húðvandamál, rauðir flekkir, þurrkur eða útbrot.
-Liðverkir, stingir, eða aðrir óútskýrðir verkir.
-Fæðuóþol, óþol gegn t.d. hnetum, hveiti eða öðru (eykst eða byrjar).
-Þyngdaraukning eða þyngdartap án skýringa
-Tannverkur, bólgur í tannholdi, munnangur
-Hálsbólga, þurrkur eða sviði í hálsi, hæsi, raddleysi
-Hárlos
-Önnur einkenni eins og hjá börnum
BÖRN
Einstaklingsbundið hvaða einkenni koma fram og hversu sterkt
Ef þessi einkenni koma fram án eðlilegra skýringa má benda á að skoða umhverfi, fæðu, innivist og loftgæði.
-Nefrennsli
-Hitasveiflur
-Eyrnaverkur, þrýstingur í eyrum (eins og hellur)
-Hósti, asthmi, lungnabólga, bronkítis
-Höfuðverkur eða einkenni frá ennisholum.
-Útbrot (líkt exem), þurr húð, roða í kinnar, rauða flekki í framan, þurra bletti eða sprungna húð, kláði.
-Ítrekuð sveppasýking á bleyjusvæði eða annars staðar
-Tíðar sýkingar, td RS og bakteríur
-Verkur í fætur eða liðamót—oft framan á sköflungi eða í hnjám
-Magakrampi, meltingartruflanir, niðurgangur eða harðlífi.
-Óróleiki, einkenni ofvirkni, einbeitingarskortur, skapbrestir.
-Í slæmum tilfellum hægist á þroska og einkenni frá taugakerfi koma fram ( getur verið tengt loftgæðum).
-Fæðuóþol t.d mjólkurvörur ofl.