Innivist fjallar meðal annars um afar flókið vistkerfi mannsins innandyra.
Við verjum 90% af tíma okkar innandyra. Á Íslandi erum við innandyra stóran hluta ársins vegna veðurs.
Hér í undirflokkum verður fjallað um:
Innivist: -loftgæði -hljóðvist -efnisval -lýsing -öryggi
Innivist í byggingum hefur áhrif á heilsu og vellíðan. Helsti áhrifaþáttur innivistar er loftgæði sem stjórnast einkum af ástandi byggingar, loftskiptum, notkun og efnisvali innandyra. Einnig getur umhverfi byggingar skipt máli þar sem inniloft á ávallt upptök sín í útilofti.