Ummerki um myglu undir parketi við útvegg þar sem var leki/raki frá glugga. Venjulega má finna myglu undir parketi eða undir undirlagi við slíkar aðstæður.
Rakaþétting
Þakklæðning í þaki sem er einangrað á milli sperra. Loftun og rakavörn ábótavant.
Rakaþétting á kuldabrú í horni á milli útveggja. Mygla vex fyrst upp á ryki á yfirborði málningar og síðan má stundum sjá hana vaxa inn í gegnum málninguna.
Rakaþétting á útvegg sem er einangraður að innan með ,,léttri" uppbyggingu.
Ummerki um raka í útvegg, bólgin málning. Hérna má reikna með rakasæknum örverum eins og myglu undir dúk á því svæði þar sem raki hefur náð í gólfplötu.
Rakaþétting við kalda rúðu að vetri til. mygla vex á ryki og jafnvel í málningu eða í þéttiefnum við þessar aðstæður.
Örveruvöxtur í sápuhólfi á þvottavél. Þetta er fremur algengt og þarf að fylgjast vel með og þrífa.
Ummerki um leka frá loftaplötum og raki mælist alveg niður að gólfi og undir gólfefnum fyrir neðan.
Raki frá gólfplötu á neðtu hæð í niðurgröfnum kjallara. Drenlagnir voru ekki til staðar. Í þessu tilfelli þarf að skoða undir parketið líka.
Hérna var leki frá baðherbergi hinum megin við þennan vegg. Örverur leynast undir undirlagi sem liggur undir parketinu og innan í veggnum.
Innan í vegg sem umlykur sturturými þar sem fúga hefur lekið.
Örveruvöxtur í sápuhólfi.
Í þessu myndasafni eru dæmigerðar rakaskemmdir á heimilum.