Engin ein tegund sýnatöku er fullnægjandi aðferð til þess að meta rakaástand bygginga. Það þarf að skoða heildarmynd af ástandi bygginga.
Það þarf að rakamæla skoða, þekkja byggingarefni, sögu hússins og eðlisfræði til þess að meta.
Ef sýni eru tekin þá geta þau aðeins svarað því sem við erum að rannsaka og spyrjum okkur að hverju sinni. Sýni af myglu við rúður segir eingöngu um það sem finnst þar sem sýni er tekið en segir ekki til um ástandið á byggingu.
Límbandssýni eru sýni tekin þannig að þau ná ryki, gróum eða sveppþráðum á yfirborði þar sem þú leggur límbandið.
Ef þú ert með myglaðan krossvið og leggur limbandið yfir þar sem myglan er ekki til staðar ( krossviður myglar misjafnlega og oft í blettum í fyrstu) þá svarar límbandssýnið því að þar sem límbandið var lagt er ekki mygla - en það segir ekki að krossviðsplatan sé án myglu - nema að þú skoðir alla plötuna og metir út frá því að hún sé einsleit og sýnið endurspegli það.
Ef þú tekur límbandssýni af ryki - hvar ætlar þú að leggja límbandið? Hvaða rannsóknarspurning liggur að baki og hverju á það að svara? Límbandssýni geta heldur ekki svarað um ástand í heilu herbergi heldur eingöngu þeim stað þar sem límbandið var lagt.
Það getur líka verið afar erfitt að skoða og greina límbandssýni, það sést ekki vel hvað er í þeim (tegundir og annað) ef mikið af öðrum ögnum og ryki er til staðar.
Límbandssýni geta því ekki endurspeglað ástand á húsnæði neitt frekar en sýni sem eru tekin á agar skálar þar sem er verið að telja kóloníur sem vaxa upp af gróum.
Það er mælt gegn því til dæmis í leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun Þýskalands að nota límbandssýni og sýni með agarskálum til þess að meta ástand á húsnæði.
Límbandssýni eru því ekki fullnægjandi greiningaraðferð ef það á að meta ástand á húsnæði.
En það getur gengið ef þú ert að kanna blett á timbri sem þú ert óviss um, þá getur þú tekið límbandssýni af þeim bletti og sett fram þá spurningu til dæmis er þetta skósverta eða mygla. En það er ekki víst að þú náir endilega að tegundagreina. Ef þú leggur agarskál yfir sama blettinn þá er óvissan mögulega ennþá meiri, það er að segja. Það vaxa ekki allar tegundir í sama æti, þær þurfa mislangan tíma og það er samkeppni sem kemur í veg fyrir að allar vaxi í skálinni. Síðan má ekki gleyma því að gró eru á sveimi út um allt - og því þarf að greina og skoða þær tegundir sem eru einkennandi fyrir rakavandamál. Það er ekki nóg að telja kóloníur ( hneppi af myglu sem vaxa upp af gróum).
Það eru engin heilsufarsviðmið sem segja hvaða fjöldi kólonía er ,,í góðu lagi". Því miður er verið að nota aðferðir hérlendis sem eru ekki viðurkenndar og gefa ekki raunsanna mynd af ástandi.
Það má ekki gleymast að ef það er rakavandamál, þá er það til staðar, bara spurning hvort einhver kann eða vill finna það.
Það er auðvelt að finna það ekki en það er ekki hægt að búa það til á staðnum við skoðun.
Þess vegna ættu rannsóknir á rakaskemmdum að vera staðlaðar þannig að annar fagaðili geti endurtekið þær á sama hátt og sá sem á undan fer ( eins og vísindarannsóknir krefjast) og fengið sömu eða svipaða niðurstöðu.
Í dag er það ekki þannig því það viðgengst ennþá að notaðar eru úreltar aðferðir, fagmennska er ekki endilega í fyrirrúmi og því eru niðurstöður stundum jafn margar og þeir sem skoða .
WHO bls 16
Indoor fungal fragments are not commonly measured in field studies, but a study with an aerosolization chamber showed that submicron fungal fragments from culture plates and mould-contaminated ceiling tiles aerosolized simultaneously with spores but at substantially higher concentrations (320–514 times higher) (Gorny et al., 2002; Cho et al., 2005). This suggests that indoor exposure to fungal fragments is at least as important as exposure to fungal spores. Hér segir að gró segja manni ekki hálfa söguna um útsetningu
WHO bls 22
To date, no standard methods are available for detecting and enumerating fungi in indoor environments, which significantly limits the potential for comparing data from different studies. International standards are, however, being prepared by the International Organization for Standardization (ISO) technical committee 147/SC on indoor air for sampling by filtration and impaction and for the cultivation of fungi (ISO 16000-16, -17,-18). Counting culturable microorganisms has some serious limitations. These include poor reproducibility; selection of certain species because of, for example, the choice of sampling method, culture media or temperature chosen; and the lack of detection of non-culturable and dead microorganisms, cell debris and microbial components, although they too may have toxic or allergenic properties. In addition, no good methods for sampling personal air for culturable microorganisms are available, and air sampling for more than 15 minutes is often not possible, whereas air concentrations usually vary widely over time (see section 2.4.5). Traditional culture methods have proven to be of limited use for quantitative assessment of exposure. Culture-based techniques thus usually provide qualitative rather than quantitative data