Mælt er með að bregðast við eins og leiðarvísar segja til um. Stöðva rakaupptök, fjarlægja rakaskemmd byggingarefni, rykhreinsa eftir ákveðnum ströngum verkferlum.
Í einhverjum tilfellum getur einstaklingur ekki snúið til baka vegna einkenna þrátt fyrir að aðgerðir hafi farið fram.
Ástæðan fyrir því getur verið:
-Fagaðili fylgdi ekki verkferlum að fullu
-Verktaki trúir ekki á áhrif rakaskemmda
-Verktaki hefur ekki þekkingu til að meta árangur viðgerða
-Verktaki hefur ekki tæki og búnað sem þarf við hreinsun
-Úttektaraðili fann ekki alla áhættustaði
-Úttekt á húsnæði er ábótavant
-Úttektaraðili hefur ekki þekkingu á rakaskemmdum
-Úttektaraðili hefur ekki trú á áhrifum vegna rakaskemmda.
Það er mjög erfitt að finna alla staði þar sem er vandamál, gæti þurft að skoða betur. Þá þarf að taka tillit til eftirfarandi þátta:
-Húsnæðið gæti verið gamalt og þarfnast frekari úrbóta
-Því eldra sem húsnæði er því meiri líkur á rakaskemmdum
-Líftími bygginga og byggingarefna er mismunandi
-Gömul byggingarefni draga í sig agnir frá því þau fara inn í byggingar, sérstaklega gljúp efni
-Aðrir þættir sem tengjast innivist og loftgæðum geta verið að trufla, efnisval eða loftræsing.
Einstaklingur sem hefur verið útsettur í ákveðnu húsnæði getur ekki alltaf snúið til baka eftir hefðbundna hreinsun og verkferlum hefur verið fylgt.
-Einstaklingur er með ofnæmi og bregst við minnsta áreiti ( athuga að afar fáir eru með ofnæmi, frekar óþol eða viðbrögð frá ónæmiskerfi)
-Einstaklingur er orðinn útsettur fyrir ákveðnum efnum frá rakaskemmdum sem veldur því að minnsta áreiti setur af stað harkaleg viðbrögð sem koma fram sem einkenni.
-Áreitið truflar ekki aðra, er það lítið.
-Einstaklingur hefur ekki fengið nægan tíma til þess að jafna sig og byggja upp.
Hér er rannsókn frá árinu 2019 þar sem kemur fram að mögulega geti þeir sem hafi þróað með sér einkenni og næmi í húsnæði ekki snúið aftur í viðgert húsnæði.